news

Góðar gjafir frá foreldrafélaginu

28 Mar 2019

Fyrir jólin kom foreldrafélagið færandi hendi og gaf hverri deild á Leikhólum 50.000 krónu gjafabréf til kaupa á leikföngum. Nú eru deildirnar búnar að nota gjafakortin. Álfhóll fékk stóra segulkubba, bílastæðahús með bílum og bíl sem hægt er að raða dýrum í. Hulduhóll keypti stórt sett af segulkubbum og lítið "körfuboltasett" Tröllahóll valdi einnig segulkubba ásamt bílum og fleira dóti sem nýtist með þeim. Við þökkum foreldrafélaginu kærlega fyrir þessar höfðinglegu gjafir sem eiga eftir að auðga leik barnanna.