news

Fingramálun

10 Nóv 2016

Í morgun lékum við okkur að fingramála. Í fyrstu vorum við ekkert of hrifin af þessum málningardropum sem settir voru fyrir framan okkur en það var fljótt að breytast. Sum okkar voru samt ekkert mikið fyrir að nota hendurnar í svona sull en það er líka allt í lagi. Svo á morgun verður dótadagur og þá mega börnin koma með 1 leikfang/dót að heiman. Gott væri að foreldar merktu dótð/leikföngin.